ArtistInfo Logo  ArtistInfo

Artist Portrait

Þóra Einarsdóttir


Icelandic. Þóra Einarsdóttir stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og við Guildhall School of Music and Drama hjá Prof. Lauru Sarti. Hún hefur sótt námskeið hjá ýmsum söngvurum og tónlistarmönnum meðal þeirra eru: Thomas Hampson, Elisabeth Söderstöm, Mirella Freni, Emma Kirkby, Sherrill Milnes, Giovanna Cannetti, Katia Riccarelli og hjá píanistunum Graham Johnson, Dalton Baldwin, Geoffrey Parsons, Paul Hamburger og Ian Burnside. Að námi loknu debúteraði Þóra við Glyndebourne Festival Opera aðeins 23 ára gömul í hlutverkinu „Mirror" í „The Second Mrs. Kong" eftir Sir Harrison Birtwistle, en frumraun hennar á sviði var í Rigoletto í Íslensku óperunni fimm árum áður. Síðan hefur hún m.a. sungið við Íslensku óperuna, English National Opera, Opera North í Leeds og Musictheater Wales, Tónlistarleikhúsið í Malmö; Svíþjóð, Óperuna í Lausanne; Sviss. Ríkisleikhúsið í Mannheim, Ríksóperurnar í Nürnberg, Darmstadt og Wiesbaden; Þýskalandi og notið tilsagnar góðra leikstjóra, til dæmis Cesare Lievi, John Dew, David Freeman, Tim Supple og Martin Duncan. Þóra hefur margoft komið fram á tónleikum á Íslandi og víða um Norðurlönd, einnig í Eistlandi, Þýskalandi, Belgíu, Frakklandi, Sviss, Englandi og Bandaríkjunum. Þóra hefur meðal annarra unnið með hljómsveitarstjórunum Pinchas Steinberg, Jonathan Darlington, Marc Piollet, David Atherton, Osmo Vänska Elgar Howarth og Paul Goodwin og komið fram með Orchestre de la Suisse Romande á Galatónleikum fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Genf, með Berliner Rundfunk Orchester í Berliner Dom, með Mozart Festival Orchestra í Royal Albert Hall og Royal Festival Hall; London, svo og Sinfóníuhljómsveit Íslands á Íslandi og í Kennedy Centre í Washington og í Weill Recital Hall í Carnegie Hall; New York. Óperuhlutverk Þóru eru orðin á fjórða tug og spanna vítt svið, frá Rameau til Birtwistle, en þó með sérstakri áherslu á Mozart, en hún hefur nú sungið yfir hundrað sinnum í óperum Mozarts. Þóra hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar fyrir söng sinn, m.a. var hún fyrsti styrkþegi Minningarsjóðs franska hljómsveitarstjórans Jean-Pierre Jacquillat. Árið 1996 hlaut hún Dannebrog orðuna.

     
External Links
Discogs Logo Discogs
ArtistInfo App
ArtistInfo for iOS and ArtistInfo for Mac are presenting musicians, composers and producers that are envolved in the musical work that you are listening to in Apple Music, iTunes, or Spotify. Discover new music via the network among artists. Manage your favorite musicians and albums via iCloud and share recommendations with your friends via email, AirDrop, or Social Media.

App Store Logo     Mac App Store Logo

Acknowledgements
To all the music fans that are contributing on Discogs, MusicBrainz and Wikipedia. Thanks to Franz Flückiger for providing Storygram used to visualize band membership.
ArtistInfo for Mac, iPad, and iPhone
ArtistInfo App
Universal Link: https://music.metason.net/artistinfo?name=%C3%9E%C3%B3ra%20Einarsd%C3%B3ttir
ArtistInfo Community
Most seen topics within ArtistInfo:

Top 10 Artists    Top 20 Albums
 
What others are currently looking for:

Recent Artists    Recent Albums

ArtistInfo Logo ArtistInfo by Metason © 2015-2020 Metason Logo