voc,
World, Pop and Folk
Anna Pálína Árnadóttir. 09.03.1963 - 08.11.2004 Anna Pálína var ein dáðasta og vinsælasta vísnasöngkona á Íslandi. Á stuttum ferli náði hún að skapa sér sérstöðu meðal íslenskra söngkvenna. Efnisskrá hennar var fjölbreytt og spannaði allt frá hefðbundinni norrænni vísnatónlist yfir í íslensk sönglög, þjóðlög, barnatónlist, sálma og djasstónlist. Hún var einnig þjóðþekkt fyrir dagskárgerð sína í útvarpi og árið 2004 kom út bók hennar Ótuktin sem vakti mikla athygli en þar sem hún fjallaði um sambúðina við Kröbbu frænku. Anna Pálína lést úr krabbameini á hátindi ferils síns aðeins 41 árs að aldri. Helstu hljóðritanir: Á einum á máli (ásamt Aðalsteini Ásberg), 1992 Von og vísa (ásamt Gunnari Gunnarssyni), 1994 Fjall og fjara (ásamt Aðalsteini Ásberg), 1996 Berrössuð á tánum (ásamt Aðalsteini Ásberg), 1998 Bláfuglinn, 1999 Bullutröll (ásamt Aðalsteini Ásberg), 2000 Guð og gamlar konur, 2002 Sagnadans (ásamt Draupner), 2004 Komdu að syngja – DVD (ásamt Gunnari Gunnarssyni), 2006 Anna Pálína – BEZT, 2011 Lífinu ég þakka (2 cd) á tónleikum og heimavelli, 2013
Title | Artist | Year | Type |
---|---|---|---|
Sagnadans | Anna Pálína Árnadóttir Og Draupner | 2004 | Album |
Von Og Vísa | Anna Pálína Árnadóttir Og Gunnar Gunnarsson | 1994 | Album |