Band, GB
A.k.a. Carl Möller
Carl Möller. 1942 - 2017 Carl Möller lék á píanó með mörgum af þekktustu danssveitum landsins um langt árabil, meðal annars Hljómsveit Hauks Morthens og Sextett Ólafs Gauks, auk þess sem hann var á meðal þekktustu djasspíanista þjóðarinnar og kom fram með flestum íslenskum djassleikurum. Hann lék einnig með Sumargleðinni þegar hún fór um landið með Ragnar Bjarnason í broddi fylkingar. Carl lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1983 og stundaði einkum tónlistarkennslu í seinni tíð, meðal annars við Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Þá var hann um skeið tónlistarstjóri og organisti við Fríkirkjuna í Reykjavík. Foreldrar Carls voru Tage Möller, stórkaupmaður og tónlistarmaður, og Margrét Jónsdóttir Möller húsmóðir. Albróðir Carls er Jón Friðrik Möller og hálfbróðir hans samfeðra var Birgir Möller.
Sextett Ólafs Gauks |