*1955 GB
Blues
Einar Kárason (born November 24, 1955 in Reykjavík, Iceland) is an Icelandic writer. He has been a full-time writer since 1978. He started his career with poetry in literary magazines from 1978 to 1980. In 1981 he published his first novel. He is best known for his novel Þar sem djöflaeyjan rís. which was translated into English as Devil's Island. The book was also made into the film Devil's Island. He has been on the board or acted as chairman for several Icelandic writing associations. He wrote a book about the Sturlungar family clan, Óvinafagnaður, in which all the most famous Vikings from Iceland come together and finally battle for power over Iceland. --- Einar Kárason (f. 24. nóvember 1955) er íslenskur rithöfundur og ljóðskáld. Hann byrjaði á því að birta ljóð í tímaritum undir lok áttunda áratugarins, en fyrsta skáldsagan hans, Þetta eru asnar Guðjón, kom út árið 1981. Árið 1983 sló hann svo eftirminnilega í gegn með skáldsögunni Þar sem djöflaeyjan rís sem varð fyrsta bókin í þríleik um líf alþýðufjölskyldu í Reykjavík á eftirstríðsárunum. Eftir Djöflaeyjunni hefur verið gert vinsælt leikrit og samnefnd kvikmynd eftir Friðrik Þór Friðriksson (1996). Einar fylgdi velgengni „eyjabókanna“ eftir með fjölskyldusögu úr samtímanum um Killiansfólkið, Heimskra manna ráð og Kvikasilfur. Árið 1998 kom út Norðurljós, söguleg skáldsaga sem gerist á 18. öld, og frá 2001 hafa komið út eftir hann fjórar sögulegar skáldsögur sem allar snúast um atburði Sturlungaaldar, Óvinafagnaður, Ofsi, Skáld og Skálmöld. Einar hefur hlotið ýmis verðlaun og tilnefningar fyrir skrif sín, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin 2008. Þá hefur hann fjórum sinnum verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs (1987, 1996, 2005 og 2010).
Title | Artist | Year | Type |
---|---|---|---|
Þangað Sem Vindurinn Blæs | Kristján Kristjánsson & Einar Kárason | 2002 | Single |