ArtistInfo Logo  ArtistInfo

Endurvinnslan

Band,
Rock and Pop

Hljómsveitin Endurvinnslan var tímabundið verkefni Eiríks Haukssonar og fyrrum félaga hans úr Drýsli sumarið 1996. Sveitin var stofnuð gagngert til að taka þátt í umhverfisátaki Ungmennafélags Íslands og Umhverfissjóðs verslunarinnar undir slagorðum eins og „Rokkum gegn rusli“ og „Flöggum hreinu landi“. Nafn sveitarinnar hafði því tvenns konar skírskotun, annars vegar tengda umhverfisátakinu, hins vegar tengda „gömlum rokkhundum“ sem verið var að endurvinna. Endurvinnslan fór í tveggja mánaða túr um landið til að vekja athygli á þessu verkefni og var platan Búnir að ‘eika’ða gefin út um leið. Eiríkur kom til landsins til þessa verkefnis en hann hafði þá verið búsettur í Noregi um nokkurra ára skeið, að því loknu fór hann aftur til Noregs. Endurvinnsluna skipuðu þeir Eiríkur Hauksson söngvari og gítarleikari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Jón Ólafsson bassaleikari, Sigurður Reynisson trommuleikari og Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari en sá síðast taldi lék einungis með sveitinni á höfuðborgarsvæðinu. Platan, sem að mestu hafði að geyma tónlist eftir Björn Björnsson, mest var um að ræða rokk. Hún var tekin upp og hljóðblönduð í Stöðinni af Ólafi Halldórsson og fékk að því er virðist sæmilegar viðtökur en eini plötudómurinn sem birtist um hana kom í Degi á Akureyri, þar fékk hún þokkalega dóma. Flytjendur Eiríkur Hauksson – söngur og kassagítar Sigurður Reynisson – trommur og ásláttur Jón Ólafsson – bassi Kjartan Valdemarsson – hljómborð Sigurgeir Sigmundsson – gítarar Helgi J / 19/01/2015

     
Discography
Title Artist Year Type
Búnir að ‘eika’ðaEndurvinnslan1996Album
External Links
Discogs Logo Discogs
ArtistInfo App
ArtistInfo for iOS and ArtistInfo for Mac are presenting musicians, composers and producers that are envolved in the musical work that you are listening to in Apple Music, iTunes, or Spotify. Discover new music via the network among artists. Manage your favorite musicians and albums via iCloud and share recommendations with your friends via email, AirDrop, or Social Media.

App Store Logo     Mac App Store Logo

Acknowledgements
To all the music fans that are contributing on Discogs, MusicBrainz and Wikipedia. Thanks to Franz Flückiger for providing Storygram used to visualize band membership.
ArtistInfo for Mac, iPad, and iPhone
ArtistInfo App
Universal Link: https://music.metason.net/artistinfo?name=Endurvinnslan
ArtistInfo Community
Most seen topics within ArtistInfo:

Top 10 Artists    Top 20 Albums
 
What others are currently looking for:

Recent Artists    Recent Albums

ArtistInfo Logo ArtistInfo by Metason © 2015-2020 Metason Logo