ArtistInfo Logo  ArtistInfo

Artist Portrait

Frakkar

Band,
Alternative
A.k.a. Frakkar

Frakkar. Icelandic band. Bass – Þorleifur Guðjónsson Drums – Gunnar Erlingsson Drums – Ásgeir Óskarsson Rhythm Guitar – Finnur Johannsson Guitar – Björgvin Gíslason Vocals – Mike Pollock Frakkar- 1984 Hvað ætli þær verði margar plötumar sem koma út á þessu ári sem heita 1984? Ég hef trú á því að það verði allmargir, sem grípa til þess ófrumleika að nota sér nafnið á þessari frægu sögu Orwells nú þegar komið er að þessu herrans ári í tímatalinu. Hljómsveitin Frakkar er ein þeirra hljómsveita, sem þegar hafa sent frá sér sína 1984 og er tónlistin sem þar er að finna álíka ófrumleg og nafngiftin. Ég las einhversstaðar í viðtali við Mike Pollock, söngvara hljómsveitarinnar, að Frakkarnir flyttu fönktónlist. Ég er enn að leita eftir þessu á plötunni. Að vísu er tónlistin undir áhrifum fönktónlistar en hún nær því þó hvergi almennilega að geta talist fönkuð. Það næsta sem þeir komast því er í laginu Boogie Man. Ástæðan fyrir þessu er líklega sú að ryþmaparið er ekki að spila fönk. Þá sérstaklega ekki trommuleikarinn og ekki megnar ásláttarleikur Ásgeirs Óskarssonar að bjarga þessu. Gítarryþminn er Iéttur og kraftlaus og það sem verst er, líflaus. Raunar er ekki nema einn ljós punktur í hljóðfæraleiknum á plötu þessari og er það þáttur Björgvins Gíslasonar en hefði hans ekki notið við er næsta áreiðanlegt að það væri óbærilegt að hlusta á hana. Björgvin fer víða á kostum og sannar hann enn einu sinni að hann á sér fáa jafningja hér á landi á sviði gítarleiks. Þegar ég heyrði plötu þessa fyrst, datt mér í hug önnur tilraun íslenskrar hljómsveitar til að spila fönkaða tónlist, þ.e. fyrsta breiðskífa hijómsveitarinnar Júdas. Það þótti nú ekki sérlega góð plata en þeir voru þó miklum mun nær markinu þá en Frakkamir eru núna.

     
Discography
Title Artist Year Type
1984Frakkar1984Album
External Links
Discogs Logo Discogs
ArtistInfo App
ArtistInfo for iOS and ArtistInfo for Mac are presenting musicians, composers and producers that are envolved in the musical work that you are listening to in Apple Music, iTunes, or Spotify. Discover new music via the network among artists. Manage your favorite musicians and albums via iCloud and share recommendations with your friends via email, AirDrop, or Social Media.

App Store Logo     Mac App Store Logo

Acknowledgements
To all the music fans that are contributing on Discogs, MusicBrainz and Wikipedia. Thanks to Franz Flückiger for providing Storygram used to visualize band membership.
ArtistInfo for Mac, iPad, and iPhone
ArtistInfo App
Universal Link: https://music.metason.net/artistinfo?name=Frakkar%20%282%29
ArtistInfo Community
Most seen topics within ArtistInfo:

Top 10 Artists    Top 20 Albums
 
What others are currently looking for:

Recent Artists    Recent Albums

ArtistInfo Logo ArtistInfo by Metason © 2015-2020 Metason Logo