Album IS 2002 on Domus Vox label
Classical (Vocal)
Nú stendur yfir sérstakt átak í fjáröflun fyrir hina nýju göngudeild MS félagsins að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Er hverjum þeim sem styrkir hana um 2.900 krónur eða meira færður að gjöf geisladiskurinn Undir norðurljósum með Gospelsystrum Reykjavíkur. Gospelsystur undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur eru ekki aðeins þekktar fyrir góðan söng heldur ekki síður hressileikann og skemmtilegheitin sem fylgja þeim hvar sem þær troða upp – enda ekki færri en 120 talsins þegar allur kórinn kemur saman! Undir norðurljósum hefur að geyma 14 lög úr ýmsum áttum, bæði íslensk og erlend, til dæmis: Tunglið, tunglið taktu mig, Fylgd, Go tell it on the Mountain, Swing low, sweet Chariot og I don´t know how to love him. Í nokkrum laganna hafa systurnar fengið þekkta einsöngvara til liðs við sig, sem eru: Anna Sigríður Helgadóttir, Egill Ólafsson, Katrín Ósk Einarsdóttir, Páll Rósinkranz og stjórnandinn Magga Pálma. Hljómsveitarstjórn er í höndum Stefáns S. Stefánssonar.
![]() | Gospelsystur Reykjavíkur , album by |
![]() | Margrét Pálmadóttir voc, GB conductor, vocals |
![]() | Anna Sigríður Helgadóttir voc, *1963 vocals |
![]() | Egill Ólafsson voc, vocals |
![]() | Katrín Ósk Einarsdóttir voc, vocals |
![]() | Páll Rósinkrans voc, vocals |
No | Title | Artist | Composer | Duration |
---|---|---|---|---|
1 | Tunglið, Tunglið Taktu Mig | Gospelsystur Reykjavíkur | ||
2 | Fylgd | Gospelsystur Reykjavíkur | ||
3 | Mamma | Gospelsystur Reykjavíkur | ||
4 | Gef Mér Trú | Gospelsystur Reykjavíkur | ||
5 | Go, Tell It On The Mountain | Gospelsystur Reykjavíkur | ||
6 | I Want To Be Ready | Gospelsystur Reykjavíkur | ||
7 | Poor Man Lazrus | Gospelsystur Reykjavíkur | ||
8 | Swing Low, Sweet Chariot | Gospelsystur Reykjavíkur | ||
9 | Ipharadisi | Gospelsystur Reykjavíkur | ||
10 | My Tribute | Gospelsystur Reykjavíkur | ||
11 | You´ll Never Walk Alone | Gospelsystur Reykjavíkur | ||
12 | Love Changes Everything | Gospelsystur Reykjavíkur | ||
13 | I Don´t Know How To Love Him | Gospelsystur Reykjavíkur | ||
14 | Ce Que Femme | Gospelsystur Reykjavíkur |