ArtistInfo Logo  ArtistInfo

Album Cover
Guðmundur Ingólfsson
Nafnakall

Album IS 1982 on SG-Hljómplötur label
Jazz (Fusion)

Þá er loksins komin út hljómplata sem Guðmundur Ingólfsson er skrifaður fyrir og mátti það ekki seinna vera, svo lengi hefur hann yljað okkur íslenskum með ljúfum spuna og sterkri sveiflu. Guðmundur Ingólfsson fæddist árið 1939. Sex ára hóf hann píanónám hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni og fimmtán ára hélt hann til Kaupmannahafnar í framhaldsnám hjá Axel Arnfjðrð. Þegar hann hélt heim ári seinna var hann ákveðinn í að gerast djassleikari og þeirri köllun hefur hann verið trúr alla tíð, þótt oft hafi hann þurft að leika flest annað til að eiga fyrir salti í grautinn. Guðmundur byrjaði að leika fyrir dansi 12 ára á dansæfingum og eftir að hann kom heim frá Höfn var hann atvinnuhljóðfæraleikari. Hann hefur stjórnað fjölda hljómsveita og leikið með öðrum, ma. hljómsveitum Gunnars Ormslev og Jóns Páls. 1962 lék hann um tíma Í Osló ma. með Dexter Gordon og á árunum 1974-77 bjó hann í Noregi og lék þar með dans-, rokk- og djasssveitum og djammaði ma. með Pearcy Heath og Buddy Rich. Eftir að Guðmundur sneri heim frá Noregi stóð hann fyrir mikilli djassvakningu í Reykjavík og lék að staðaldri djass með félögum sínum í Stúdentakjallaranum, Á næstu grösum og Djúpinu. Guðmundur hefur leikið á ýmsum hljómplötum og ber þar hæst Jazzvöku (Jazzvakning 002). Auk hennar má nefna tónleikaskífu Megasar: Drög að sjálfsmorði (Iðunn 008) og kvikmyndatónlistina úr Okkar á milli í hita og þunga dagsins (Fálkinn FA 031), þar sem útsetningu hans á Lofsöng Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar er að finna. Guðmundur hefur samið marga djassópusa og ma. hluta af tónlistinni í söngleiknum Jazz—inn, Félagar Guðmundar eru allir vel þekktir, en reyndastur þeirra allra er trommuleikarinn Guðmundur Steingrímsson, fæddur 1929. Hann byrjaði að leika á dansæfingum í Flensborgarskóla þegar hann var fimmtán ára. Hljómsveitin nefndist Ungir piltar og ári síðar var hún ráðin til að leika í Gúttó og hét þá Kvartett Gunnars Ormslev. Guðmundur lék með KK-sextettinum 1951-62 og eftir það ma. með hljómsveitum Hauks Morthens og Ragnars Bjarnasonar. Með Hauki lék hann ma. á Heimsmóti æskunnar í Helsinki 1962 svo og í Leningrad. Guðmundur lærði á trommur ma. hjá Svavari Gests og Bob Grauso og sjálfur hefur hann kennt á trommur, t.d. var Pétur Östlund nemandi hans í þrjá vetur. Guðmundur er trommuleikari á tveimur fyrstu íslensku djassbreiðskífunum: Samstæðum (JV 001) og Jazzvöku (JV 002). Hann hefur lengstum leikið með nafna sínum Ingólfssyni á reykvískum djassstöðum og hann var einn af stofnendum Jazzvakningar og á sæti í framkvæmdanefnd þess félags. Pálmi Gunnarsson, bassaleikari, fæddist árið 1950. Hann byrjaði að leika á böllum á Vopnafirði þegar hann var níu ára. Þá lék hann á harmóniku, en á rafbassa tók hann að leika fimmtán ára gamall. 1965 flutti hann til Reykjavíkur og lék með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar á Röðli. Þar ríkti oft hin létta sveifla en þekktari er Pálmi fyrir leik sinn og söng með ýmsum rokksveitum ss. Celsíusi, Póker og Friðryk. Fyrir mörgum árum lærði Pálmi ögn á kontrabassa hjá Jóni Sigurðssyni í Tónlistarskólanum og haustið 1981 tók hann aftur til við þann upprétta og nemur nú við Tónlistarskóla FÍH. Pálmi hefur lengi leikið með Guðmundi Ingólfssyni, bæði í djasssveitum hans og í Sjálfsmorðssveit Megasar. hann hefur leikið og sungið inn á margar hljómplötur, bæði undir eigin nafni og annarra. Yngsti liðsmaður Guðmundar Ingólfssonar er gítarleikarinn Björn Thoroddsen, fæddur 1958. Hann byrjaði að spila á gítarinn tólf ára gamall og lék með ýmsum hljómsveitum ss. Stormsveitinni og Tívolí. Hann fór að djamma með Guðmundunum 1978 og er einn efnilegasti djassleikari sem við höfum eignast hin síðari ár. 1981 hélt hann til Kaliforníu þar sem hann nam við Guitar Institute of Tecnology í Hollywood og árangurinn lét ekki á sér standa eins og glöggt má heyra á þessari skífu. — Vernharður Linnet

     
Musicians
PortraitGuðmundur Ingólfsson p, IS
album by, written by
PortraitBjörn Thoroddsen ,
performer, written by
PortraitGuðmundur Steingrímsson dr, IS
performer, written by
PortraitPálmi Gunnarsson b, voc, *1950
performer, written by
PortraitTraditional ,
written by, Þjóðlag frá Álandseyjum
Album Tracks
No Title Artist Composer Duration
1Blús Fyrir BirnuGuðmundur IngólfssonGuðmundur Ingólfsson4:16
2Some Of These DaysGuðmundur IngólfssonShelton Brooks4:55
3Lover ManGuðmundur IngólfssonJimmy Davis, Jimmy Sherman, Roger Ramirez4:33
4Nafnakall IIGuðmundur IngólfssonGuðmundur Ingólfsson, Guðmundur Steingrímsson0:30
5Round About MidnightGuðmundur IngólfssonCootie Williams, Thelonious Monk4:05
6Nafnakall IGuðmundur IngólfssonGuðmundur Ingólfsson4:30
7MáfaskelfirGuðmundur IngólfssonBjörn Thoroddsen2:25
8Vem Kan Segla Forütan Vind?Guðmundur IngólfssonTraditional3:10
9GlóreyGuðmundur IngólfssonGuðmundur Ingólfsson, Pálmi Gunnarsson6:45
10Þey Þey Og Ró RóGuðmundur IngólfssonBjörgvin Guðmundsson2:35
External Links
Discogs Logo Discogs
ArtistInfo App
ArtistInfo for iOS and ArtistInfo for Mac are presenting musicians, composers and producers that are envolved in the musical work that you are listening to in Apple Music, iTunes, or Spotify. Discover new music via the network among artists. Manage your favorite musicians and albums via iCloud and share recommendations with your friends via email, AirDrop, or Social Media.

App Store Logo     Mac App Store Logo

Acknowledgements
To all the music fans that are contributing on Discogs, MusicBrainz and Wikipedia. Thanks to Franz Flückiger for providing Storygram used to visualize band membership.
ArtistInfo for Mac, iPad, and iPhone
ArtistInfo App
Universal Link: https://music.metason.net/artistinfo?name=Gu%C3%B0mundur%20Ing%C3%B3lfsson&title=Nafnakall
ArtistInfo Community
Most seen topics within ArtistInfo:

Top 10 Artists    Top 20 Albums
 
What others are currently looking for:

Recent Artists    Recent Albums

ArtistInfo Logo ArtistInfo by Metason © 2015-2020 Metason Logo