ArtistInfo Logo  ArtistInfo

Album Cover
Hörður Torfason
Hörður Torfason Syngur Eigin Lög

Album IS 1971 on Ofar label
World

Þjóðlög og lög í þjóðlagastíl hafa átt œ meiri vinsældum að fagna hér á landi síðustu árin sem og annars staðar. Og að sjálfsögðu hafa þá flytjendur þessarar tegundar tónlistar vakið athygli og hlotið lof og frœgð. Flytjendum þjóðlaga má því sem nœst skipta í tvo hópa; annars vegar eru þeir, sem leggja mikla rœkt við fágaðan flutning og fallega raddaðan söng, ef um fleiri en einn er að rœða. Má til glöggvunar nefna hina erlendu flokka The Kingston trio, Peter, Paul and Mary í þessu sambandi, eða Savanna-tríóið svo litið sé á heimaslóðir. Í hinum flokknum er svo þeir, sem leggja ekki alla áherzluna á sönginn sjálfan eða flutninginn, heldur lögin og þá jafnvel miklu frekar ljóðin. Hér má t. d. nefna hina amerísku Peter Seeger, Tom Paxton og þá söngflokkinn The Weavers. Hér á landi eru hins vegar fáir í þessum flokki — nema ef vera skyldi Hörður Torfason. En það er einmitt hinn síðari mátinn í flutningi þjóðlaga, sem riður sér œ meir til rúms hin allra síðustu ár,— og eru þá flytjendur undir flestum kringumstœðum höfundar laganna, því hver kemst nær kjarna lagsins en höfundurinn sjálfur? Á þessari hljómplötu eru tólf lög eftir Hörð Torfason, sem hann hefur verið að syngja í þröngum hópi kunningja síðustu eitt-tvö árin. Þau eru samin við ljóð, sem eru ákaflega ólík að innihaldi, tregablandin ljóð, gaman-ljóð og jafnvel hrollvekja eins og Grafskrift. En öll eru þessi ljóð eftir góð ljóðskáld, ýmist eftir gamalkunn skáld eða yngri menn, sem kunna að gera ljóð. Með Herði syngja nokkrir kunningjar hans og hér var endilega ekki lögð áherzla á slípaðar raddsetningar, heldur syngur hver eins og andinn blæs honum í brjóst þegar hljóðritun fer fram. En allt hefur þetta fólk fengist við að syngja þjóðlög að einhverju marki síðustu árin. Eru það þau Rósa Ingólfsdóttir, Benedikt Torfason og Moody Magnússon, en Benedikt leikur á gítar ásamt Herði og síðan leikur Moody á bassa. Þessi einfalda, en þó seiðandi hljómplata Harðar tekur mann œ fastari tökum eftir því sem maður heyrir hana oftar. Svavar Gests

     
Musicians
PortraitHörður Torfason ,
album by, music by
PortraitÞórarinn Eldjárn , *1949
lyrics by
PortraitRúnar Hafdal Halldórsson ,
lyrics by
PortraitSteinn Steinarr , 1908-1958 IS
lyrics by
PortraitÞorsteinn Gíslason ,
lyrics by
PortraitTómas Guðmundsson , IS
lyrics by
PortraitHalldór Kiljan Laxness , 1902-1998
lyrics by
PortraitGrímur Thomsen , *1820
lyrics by
PortraitDavíð Stefánsson ,
lyrics by
Album Tracks
No Title Artist Composer Duration
1Þú Ert Sjálfur GuðjónHörður TorfasonÞórarinn Eldjárn
2AftanþeyrHörður TorfasonRúnar Hafdal Halldórsson
3Lát Huggast BarnHörður TorfasonSteinn Steinarr
4Dagurinn Kemur-Dagurinn FerHörður TorfasonRúnar Hafdal Halldórsson
5GrafskriftHörður TorfasonÞorsteinn Gíslason
6TryggðHörður TorfasonTómas Guðmundsson
7Kveðið Eftir Vin MinnHörður TorfasonHalldór Kiljan Laxness
8LeitinHörður TorfasonRúnar Hafdal Halldórsson
9Jósep SmiðurHörður TorfasonGrímur Thomsen
10Ég Leitaði Blárra BlómaHörður TorfasonTómas Guðmundsson
11ÚtburðarvælHörður TorfasonDavíð Stefánsson
12Gamalt SætiHörður TorfasonSteinn Steinarr
External Links
Discogs Logo Discogs
ArtistInfo App
ArtistInfo for iOS and ArtistInfo for Mac are presenting musicians, composers and producers that are envolved in the musical work that you are listening to in Apple Music, iTunes, or Spotify. Discover new music via the network among artists. Manage your favorite musicians and albums via iCloud and share recommendations with your friends via email, AirDrop, or Social Media.

App Store Logo     Mac App Store Logo

Acknowledgements
To all the music fans that are contributing on Discogs, MusicBrainz and Wikipedia. Thanks to Franz Flückiger for providing Storygram used to visualize band membership.
ArtistInfo for Mac, iPad, and iPhone
ArtistInfo App
Universal Link: https://music.metason.net/artistinfo?name=H%C3%B6r%C3%B0ur%20Torfason&title=H%C3%B6r%C3%B0ur%20Torfason%20Syngur%20Eigin%20L%C3%B6g
ArtistInfo Community
Most seen topics within ArtistInfo:

Top 10 Artists    Top 20 Albums
 
What others are currently looking for:

Recent Artists    Recent Albums

ArtistInfo Logo ArtistInfo by Metason © 2015-2020 Metason Logo