A.k.a. Hendrik Rasmus
Hendrik Rasmus 06.05.1911 - 04.08.1991 Henni Rasmus hét upphaflega Sigurður Gunnar Sigurðsson en var skírður upp á nýtt Heinrich Konrad Rasmus eftir að hann missti móður sína mjög ungur og var ættleiddur af systur hennar sem var gift þýskum manni. Við fermingu var nafni hans breytt í Hendrik en flestir þekktu hann sem Henna. Hann stundaði píanónám á unglingsárunum hjá frú Önnu Pjeturs og lék fyrst opinberlega 13 ára gamall. A námsárum sínum á Íslandi stundaði Henni öll almenn verkamannastörf en árið 1931 var hann sendur til Þýzkalands til náms í rafmagnsfræðum. Þar dvaldist hann í fjögur ár og þar kynntist hann jazzinum, sem tók hug hans allan svo að hann hætti námi og fór að spila með jazzböndum í Berlín.