ArtistInfo Logo  ArtistInfo

Album Cover
Hera Hjartardóttir
Hafið þennan Dag

Album IS 2003 on Sena label
Pop, Folk, World and (Vocal)

This is Hera's fourth album but second album made in Iceland. On this album Hera sings in Icelandic and invite some of her friends to sing with her. --- Hera gaf nú fyrir stuttu út sína fjórðu sólóplötu en önnur platan sem hún gerir hér á landi. Í þetta skiptið eru lögin á íslensku og fær hún í lið með sér vini og félaga eins og Megas, KK og Bubba Morthens sem radda og syngja með henni í eigin lögum. Platan hefur að geyma 11 lög og ætla ég hér aðeins að fjalla um þau. 1. Hafið þennan dag - Titillag plötunnar og jafnframt eitt af mörgum lögum á plötunni sem fjalla eða tengjast hafinu á einhvern hátt. “Ég stökk og gaf mig í hyldýpið” - textabrot úr laginu, en textinn í þessu lagi sem og öðrum lögum Heru á plötunni sannar hversu góður textahöfundur hún er. 2. Sit og vaki - Hera segir sjálf að þetta lag fjalli um sama hlut og “Stúlkan sem starir á hafið” með Bubba, en frá öðru sjónarhorni. Þ.e. um stúlku sem misst hefur manninn sinn í vonskuveðri á skipi úti á sjó, en hún situr, vakir og bíður enn. Þetta er mjög fallegt lag og virkilega vel sungið. 3. Sönglausi Næturgalinn - Hera fékk að velja hvaða óútgefna lag sem hún vildi eftir meistara Megas og syngja það með honum á plötunni. Hún valdi lagið Sönglausi næturgalinn og syngja þau frábæran dúet við snilldarlag Megasar. Textinn við þetta lag sýnir og sannar að Megas er að mínu mati langbesta textaskáld landsins. 4. Myndin af þér - Á tónleikum sem Hera hélt á Gauknum í október sagði hún að þetta lag væri um Megas. Lagið fjallar um hversu mikil áhrif Megas er búinn að hafa á Heru sem tónlistarmaður. 5. Eyrarröst - Fínt sjóara lag um tvo sjómenn á bátnum Eyrarröst, textinn er frekar einfaldur svona hálfgerð barnasaga. En samt mjög skemmtilegt og hresst lag sem hittir alveg í mark. 6. Kysstu mig Gosi - Þetta lag er frábært, þetta er um annars vegar eilífðarpúka og hins vegar elífðarengil sem sitja á öxlum manns og reyna að sannfæra mann um hvað sé rétt og hvað sé rangt í lífinu. Mjög skemmtilegur texti um algjörar andstæður. 7. Stúlkan sem starir á hafið - Það þarf ekki að segja mikið um þetta frábæra lag úr smiðju meistara Bubba. En það er hægt að segja mikið um flutning og útsetningu á þessu lagi, en söngurinn er frábær, mjög skýr og fallegur. Útsetningin er mjög skemmtileg, lagið er mun rólegra en útgáfa Bubba, einungis píanóleikur og söngur. Eftir því sem líður á lagið þá magnast það upp og verður magnþrungnara með hverri sekúndunni, Bubbi sjálfur talar textann með Heru undir niðri, virkilega skemmtileg útsetning. 8. Vegbúinn - Allir vita hvaða lag vegbúinn eftir Kristján Kristjánsson er og þarf því ekki mikið að segja um lagið sjálft líkt og lag nr.7. En útsetningin á þessu lagi fangaði mig ekki líkt og lag nr.7. Það er lítil breyting frá útgáfu KK, en samt sem áður fer Hera vel með lagið og er einnig gaman að því að KK syngur bakrödd í laginu. 9. Dararamm - Hratt, kröftugt og mjög grípandi lag. Ekkert meira um fínt lag að segja. 10. Talað við gluggann - Flestir hafa nú heyrt þessa útgáfu Heru af lagi Bubba, Talað við gluggann. En það hefur verið spilað títt á öldum ljósvakans upp á síðkastið. Mitt mat á þessari útgáfu er einfalt: SNILLLLDDD!!! Það sem fangaði mig um leið þegar ég hlustaði á þessa útgáfu lagsins voru celló og fiðla sem setja þvílíkt sterkan svip á lagið. Stuttar og hraðar strokur cellósins er gegnumgangandi í öllu laginu og fiðlan kemur fram í viðlaginu á virkilega skemmtilegan hátt, endilega hlustið eftir þeim. Snilld. 11. Dimmalimm - Hera tók þátt í Ljósalaginu 2003 með þetta lag og fékk það mjög góða dóma. Í heildina er þessi plata mjög góð og er nokkuð ljóst að frumraun Heru við íslensku tunguna heppnaðist mjög vel. Textarnir hennar eru mjög vel samdir, sumir eru frekar einfaldir en hnitmiðaðir, aðrir eru frábærlega vel skrifaðir og útpældir. Ég mæli eindregið með að allir kíkji á þessa plötu því hún er glæsileg. Einkunn: 9/10

     
Musicians
PortraitHera Hjartardóttir voc, g, *1983
vocals, album by
PortraitMegas voc, *1945 IS
vocals, written by
Composers
Megas
Album Tracks
No Title Artist Composer Duration
1Hafið þennan DagHera Hjartardóttir
2Sit Og VakiHera Hjartardóttir
3Sönglausi NæturgalinnHera HjartardóttirMegas
4Myndin Af þérHera Hjartardóttir
5EyrarröstHera Hjartardóttir
6Kysstu Mig GosiHera Hjartardóttir
7Stúlkan Sem Starir á HafiðHera Hjartardóttir
8VegbúinnHera Hjartardóttir
9DararammHera Hjartardóttir
10Talað Við GluggannHera Hjartardóttir
11DimmalimmHera Hjartardóttir
External Links
Discogs Logo Discogs
ArtistInfo App
ArtistInfo for iOS and ArtistInfo for Mac are presenting musicians, composers and producers that are envolved in the musical work that you are listening to in Apple Music, iTunes, or Spotify. Discover new music via the network among artists. Manage your favorite musicians and albums via iCloud and share recommendations with your friends via email, AirDrop, or Social Media.

App Store Logo     Mac App Store Logo

Acknowledgements
To all the music fans that are contributing on Discogs, MusicBrainz and Wikipedia. Thanks to Franz Flückiger for providing Storygram used to visualize band membership.
ArtistInfo for Mac, iPad, and iPhone
ArtistInfo App
Universal Link: https://music.metason.net/artistinfo?name=Hera%20Hjartard%C3%B3ttir&title=Hafi%C3%B0%20%C3%BEennan%20Dag
ArtistInfo Community
Most seen topics within ArtistInfo:

Top 10 Artists    Top 20 Albums
 
What others are currently looking for:

Recent Artists    Recent Albums

ArtistInfo Logo ArtistInfo by Metason © 2015-2020 Metason Logo