HLJÓÐBÓK ER ELSTA OG STÆRSTA HLJÓÐBÓKAÚTGÁFA LANDSINS Hljóðbók-Hljóðvinnslan ehf. var stofnsett árið 1998 af hjónunum Gísla Helgasyni og Herdísi Hallvarðsdóttur. Árið 2005 keypti fyrirtækið hljóðbókadeild Blindrafélagsins ásamt hljóðbókaréttindum Hljóðbókaklúbbsins sem rekja má aftur til ársins 1998. Hljóðbók slf. var síðan stofnað utan um reksturinn árið 2009. Í dag starfa að meðaltali 4 til 6 starfsmenn hjá Hljóðbók, þar af 2 tæknimenn. Markmið okkar er að bjóða mesta úrval landsins af hljóðbókum á einum stað; til niðurhals, á CD diskum og Mp3 diski. Nú eru hér á síðunni á annað hundrað titlar, nýtt og eldra efni í bland. Árið 2011 gefum við út 26 nýjar hljóðbækur sem margar hverjar koma samtímis út og prentuð bók. Þetta telst til tíðinda á íslenskum bókamarkaði. Hljóðvinnslan ehf. er dótturfélag Hljóðbókar slf. Slagorð okkar er: GÓÐ HLJÓÐBÓK TALAR SÍNU MÁLI