Band, *1923
Singer of Pop
A.k.a. Ingibjörg Stefánsdóttir Smith
Ingibjörg Smith. Born 1923 / Icelandic singer. Ingibjörg Smith var ein af fyrstu dægurlagasöngkonum Íslands og söng þrjú lög sem kalla mætti stórsmelli, inn á plötur. Ingibjörg var Stefánsdóttir og fæddist 1923, engar heimildir er að finna um hvenær hún hóf að syngja en hún kynntist Bandaríkjamanni sem starfaði á Keflavíkurflugvelli, giftist honum 1950 og tók upp nafn hans, Smith. Þau fluttust til Bandaríkjanna í kjölfarið en komu hingað aftur fjórum árum síðar og settust hér að. Heimildir herma að Ingibjörg hafi gert útgáfusamning við RCA í Bandaríkjunum en ekkert bendir til að plötur hafi komið út með henni ytra. Hér heima hóf hún hins vegar að syngja á Röðli, fyrst vorið 1955 með hljómsveitum Ólafs Gauks og Björns R. Einarssonar en fyrsta platan kom út vorið 1956, á henni söng hún tvö lög (Draumljóð / Við gengum tvö) við undirleik kvartetts Árna Ísleifssonar. Síðarnefnda lagið varð strax mjög vinsælt og platan varð sú næst söluhæsta á árinu 1955. Ári síðar kom önnur plata út, sú hafði að geyma lögin Kom nótt og Oft spurði ég mömmu sem margir þekkja undir Que sera sera en lagið sló í gegn eins og Við gengum tvö ári fyrr. Í þetta sinn lék KK-sextettinn undir hjá Ingibjörgu. Fáeinum mánuðum síðar kom þriðja platan út, á henni voru lögin Óskalandið okkar og Syngdu þröstur en þau lög hafa ekki notið jafn mikilla vinsælda síðar meir eins og hin lögin tvö. Það var Stúdíó kvartettinn sem lék undir með söngkonunni á plötunni en engar upplýsingar finnast um hverjir skipuðu þá sveit. Lagið Nú liggur vel á mér sló hins vegar rækilega í gegn 1958 en þá kom fjórða platan með Ingibjörgu Smith út. Hitt lagið hét Áður í iðgrænum lundi og í þetta skiptið var það Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar sem lék undir söng Ingibjargar. Eftir útgáfu þessara platna má segja að Ingibjörg hafi dregið sig í hlé og heyrðist ekki meira til hennar á tónlistarsviðinu. Hún fluttist aftur til Bandaríkjanna 1967 ásamt fjölskyldu sinni og hefir búið þar síðan í Maryland fylki.
K.K. Sextettinn |
Track list and 30sec audio provided by
Title | Artist | Year | Type |
---|---|---|---|
Untitled | Erla Þorsteinsdóttir + Ingibjörg Smith + Haukur Morthens | 1958 | Single |
Áður Í Iðgrænum Lundi / Nú Liggur Vel Á Mér | Ingibjörg Smith Með Magnús Pétursson | 1958 | Album |
Oft Spurði Ég Mömmu / Kom Nótt | Ingibjörg Smith Með K.K. Sextettinn | 1957 | Album |
Syngdu, Þröstur / Óskalandið Okkar | Ingibjörg Smith | 1957 | Album |
Draumljóð / Við Gengum Tvö | Ingibjörg Smith Með Árni Ísleifsson,Kvartet | 1956 | Album |