ArtistInfo Logo  ArtistInfo

Artist Portrait

Jón Þorsteinsson



A.k.a. Jon Thorsteinsson

Icelandic. Jón Þorsteinsson hóf söngnám í Osló árið 1974 hjá óperusöngkonunni Marit Isene, sem þá var einn virtasti söngkennari Norðmanna, en hélt síðan námi sínu áfram við Den Norske Musikhøgskole. Eftir þriggja ára dvöl í Osló hélt Jón til Árósa í Danmörku og nam þar söng næstu þrjú ár við Det Jyske Musikkonservatorium. Síðan lá leiðin til Modena á Ítalíu þar sem hann stundaði nám hjá hinum heimsfræga söngkennara, Arrigo Pola. Um tveggja ára skeið söng Jón, fyrstur Íslendinga, í óperukór Wagner-hátíðaleikanna í Bayreuth í Þýskalandi, en árið 1980 urðu þáttaskil á söngferli hans þegar hann fluttist til Hollands og réðst til Ríkisóperunnar í Amsterdam þar sem hann starfaði samfleytt í rúman áratug og söng yfir fimmtíu einsöngshlutverk. Auk þess hefur Jón sungið á óperusviði og í tónleikasal í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Á liðnum árum hefur hann einnig sungið með Pólýfónkórnum og fleiri íslenskum kórum, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku hljómsveitinni og í Íslensku óperunni. Einnig hefur hann stundað söngkennslu um árabil á Íslandi og í Hollandi. Árið 1981 vann Jón Þorsteinsson fyrstu verðlaun í kirkjutónlistarkeppni Konunglega kirkjutónlistarsambandsins í Hollandi og á liðnum árum hefur hann einkum getið sér frægðarorð á meginlandi Evrópu fyrir snjalla túlkun sína á sígildri kirkjutónlist og nútímatónlist. Tónlist.is (5. mars 2014).

     
External Links
Homepage Logo Home Page  Discogs Logo Discogs
ArtistInfo App
ArtistInfo for iOS and ArtistInfo for Mac are presenting musicians, composers and producers that are envolved in the musical work that you are listening to in Apple Music, iTunes, or Spotify. Discover new music via the network among artists. Manage your favorite musicians and albums via iCloud and share recommendations with your friends via email, AirDrop, or Social Media.

App Store Logo     Mac App Store Logo

Acknowledgements
To all the music fans that are contributing on Discogs, MusicBrainz and Wikipedia. Thanks to Franz Flückiger for providing Storygram used to visualize band membership.
ArtistInfo for Mac, iPad, and iPhone
ArtistInfo App
Universal Link: https://music.metason.net/artistinfo?name=J%C3%B3n%20%C3%9Eorsteinsson
ArtistInfo Community
Most seen topics within ArtistInfo:

Top 10 Artists    Top 20 Albums
 
What others are currently looking for:

Recent Artists    Recent Albums

ArtistInfo Logo ArtistInfo by Metason © 2015-2020 Metason Logo