IS
Folk
Jónas Árnason (28. maí 1923 á Vopnafirði – 5. apríl 1998) var alþingismaður og rithöfundur. Hann tók stúdentspróf frá MR 1942. Nam við Háskóla Íslands 1942 – 1943, nám í blaðamennsku 1943 – 1944 við American University í Washington og University of Minnesota í Minneapolis í USA. Jónas starfaði við blaðamennsku og sjómennsku á yngri árum. Hann starfaði við kennslu á árunum 1954 – 1980. Jónas sat á Alþingi fyrir Sósíalistaflokkinn frá 1949 til 1953 og fyrir Alþýðubandalagið frá 1967 til 1979. Jafnframt var hann virkur í Samtökum hernáms- og herstöðvaandstæðinga. Meðfram störfum sínum samdi Jónas leikrit í samvinnu við bróður sinn Jón Múla. Mörg leikritanna eru með tónlist og hafa orðið vinsæl svo sem Deleríum Búbónis. Hann skrifaði fjölmargt annað svo sem greinar, sagnfræði og minningar.
Track list and 30sec audio provided by
Title | Artist | Year | Type |
---|---|---|---|
Jónas Árnason Til Sjós | Jónas Árnason | 1965 | Single |