Album IS 1975 on Tónaútgáfan label
Classical (Choral)
Karlakór Akureyrar hóf starfsemi sína á haustnóttum árið 1929, en formlega var hann stofnaður 26. janúar 1930. Aðal hvatamenn að stofnun hans voru Þórir Jónsson málari og Áskell Snorrason tónskáld og var hann einnig fyrsti formaður hans og söngstjóri til ársins 1942. Aðrir söngstjórar hafa verið: Sveinn Bjarman 1942 til 1943. Áskell Jónsson 1943 til 1965, að mestu óslitið. Guðmundur Jóhannsson 1965 til 1970. Jón Hlöðver Áskelsson 1970 til 1973. Núverandi söngstjóri er Jón Hjörleifur Jónsson. Fyrsti samsöngur Karlakórs Akureyrar var haldinn 28. mars 1930, og hefur kórinn haldið sjálfstæða tónleika flest árin síðan, en einstöku sinnum í samvinnu við aðra kóra á Akureyri. Þá hefur hann ferðast um mest allt landið til tónleikahalds og árið 1967 fór hann til Norðurlanda og hélt samsöngva í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi við mjög góðar undirtektir. Karlakór Akureyrar er einn af stofnendum "Heklu", sambands norðlenskra karlakóra og hefur hann tekið þátt í öllum söngmótum þess. Þá er hann einnig aðili að Sambandi íslenskra karlakóra. Láta mun nærri að kórinn hafi flutt um 370 verk íslenskra og erlendra höfunda og gefur nú út sína fyrstu hljómplötu í tilefni af 45 ára afmæli sínu
Karlakór Akureyrar , album by |
No | Title | Artist | Composer | Duration |
---|---|---|---|---|
1 | Sönghvöt | Karlakór Akureyrar | ||
2 | Til Sólar Ég Lít | Karlakór Akureyrar | ||
3 | Háfjöllin | Karlakór Akureyrar | ||
4 | Lagaflokkur Ljóð Og Lög: Sveinar Kátir Syngið, Fyrst Ég Annars, Undir Bláum Sólarsali, Nú Máttu Hægt, Grafardals Fögrum, Þú Álfu Vorrar Yngsta Land | Karlakór Akureyrar | ||
5 | Kvöldljóð | Karlakór Akureyrar | ||
6 | Ísis Ósíris | Karlakór Akureyrar | ||
7 | Í Rökkursölum Sefur | Karlakór Akureyrar | ||
8 | Lagaflokkur - Oddgeir Kristjánsson: Heima, Vor Við Sæinn, Halla Og Eyvindur, Síldarstúlkurnar, Ágústnótt, Ship O Hoj | Karlakór Akureyrar |