A.k.a. Kristján Einarsson
Kristján frá Djúpalæk (Kristján Einarsson) 16.07.1916-15.04.1994 Kristján frá Djúpalæk var íslenskt skáld. Kristján var fæddur að Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi í Norður-Múlasýslu. Þetta landssvæði er austan Langaness og kallast Langanesströnd eða bara Ströndin af heimafólki og er við Bakkaflóa. Foreldrar Kristjáns voru hjónin Einar Vilhjálmur Eiríksson (1871 – 1937), og Gunnþórunn Jónasdóttir (1895 – 1965).