Album IS 1993 on Jón Karlsson label
Classical (Classical)
Kristján Jóhannsson og DAS Nýr geisladiskur í 80.000 eintökum HAPPDRÆTTI DAS og Kristján Jóhannsson tenór skrifuðu nýlega undir samstarfssamning vegna útgáfu á safndiski með Kristjáni þar sem hann syngur einsöngslög og þekktar óperuaríur eftir helstu óperuskáld sögunnar. Útlit er fyrir að upplag þessa geisladisks verði stærra en áður eru dæmi um hérlendis og muni skipta tugum þúsunda. Samt verður diskurinn ekki til sölu í verslunum, segir í frétt frá DAS. Ennfremur segir: Þessi diskur verður í vinning í 1. flokki hjá Happdrætti DAS sem dregið verður í 7. maí nk. Og nú gerist það sem aldrei hefur gerst í happdrætti hérlendis og ef til vill víðar; það fá allir vinning sem á annað borð kaupa sér miða og það aðeins fyrir 600 krónur. Reyndar er heildarútgáfan 79.964 en í útdrættinum eru 80.000 miðar alls. Það verða því 36 aðilar sem verða þá svo óheppnir" að fá ekki diskinn með Kristjáni en í skaðabætur" verða dregnir út handa þeim 35 ferðavinningar á 50 og 100 þúsund krónur og einn íbúðarvinningur fyrir þrjár milljónir. Skráð heildarverðmæti vinninga í þessum fyrsta flokki eru rúmlega 164 milljónir króna. Í ágúst fara miðar úr 1. flokki ásamt númerum endurnýjuðum í 2., 3. og 4. flokki aftur og þá sjálfkrafa í sumarpott" og er aðalvinningur þar er Toyota-skutbifreið ásamt tjaldvagni í aðalvinning. Kristján Jóhannsson hefur sjálfur valið allt efni á diskinn af þremur eldri diskum, allt það fallegasta og vinsælasta. Þetta eru ítölsk sönglög á borð við O Sole Mio, Ideale og Dicitencello vuie og aríur úr óperum eftir Verdi, Lenoncavallo, Puccini, Mascagni, Donizetti og Gounod. Undirleik annast Ungverska ríkishljómsveitin, London Symphony Orchestra og Sinfóníuhljómsveit Íslands." Frá undirritun samnings um útgáfu geisladisksins, Sigurður Ágúst Sigurðsson og Kristján Jóhannsson.
![]() | Kristján Jóhannsson voc, *1948 album by |
No | Title | Artist | Composer | Duration |
---|---|---|---|---|
1 | O Sole Mio | Kristján Jóhannsson | ||
2 | Core 'ngrato | Kristján Jóhannsson | ||
3 | Ideale | Kristján Jóhannsson | ||
4 | Non Ti Scordar di Me | Kristján Jóhannsson | ||
5 | Dicitencello Vuie | Kristján Jóhannsson | ||
6 | Celesta Aida | Kristján Jóhannsson | ||
7 | Recitar - Vesti la Giubba | Kristján Jóhannsson | ||
8 | E Lucevan Le Stelle | Kristján Jóhannsson | ||
9 | Nessun Dorma | Kristján Jóhannsson | ||
10 | Addio Alla Madre | Kristján Jóhannsson | ||
11 | Una Furtiva Lagrima | Kristján Jóhannsson | ||
12 | Salut! Demeure Chaste Et Pure | Kristján Jóhannsson |