GB
Classical
Icelandic. Laufey Sigurðardóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1974 undir handleiðslu Björns Ólafssonar og lagði síðar stund á framhaldsnám í Bandaríkjunum og Róm. Laufey hlaut fastráðningu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1980. Hún hefur haldið fjölda einleikstónleika og verið virk í flutningi kammertónlistar hér á landi, víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur hún haft umsjón með árlegri tónlistarhátíð á páskum sem ber heitið “Músík í Mývatnssveit” og Mozart-tónleikum í Reykjavík. Samhliða vinnu í Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur Laufey verið stundakennari við Tónlistarskólann í Reykjavík.
Track list and 30sec audio provided by
Title | Artist | Year | Type |
---|---|---|---|
Ítölsk Tónlist | Laufey Sigurðardóttir Og Páll Eyjólfsson | 1996 | Album |