ArtistInfo Logo  ArtistInfo

Album Cover
Leikfélag Reykjavíkur
Litla Hryllingsbúðin

Album IS 1999 on Skífan label
Soundtrack (Musical)

Litla hryllingsbúðin er söngleikur eftir Alan Menken (tónlist) og Howard Ashman (texti). Söngleikurinn, sem byggður er á samnefndri kvikmynd frá árinu 1960 í leikstjórn Roger Corman, var frumsýndur í útjaðri leikhússlífsins í New York, í WPA-leikhúsinu 6. maí 1982, en 27. júlí sama ár var söngleikurinn sýndur í Orpheum-leikhúsinu í New York, sem svokölluð Off-Broadway sýning. Þegar sýningum var hætt, eftir 2209 skipti, hafði söngleikurinn fengið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar og af söngleikjum sem sýndir hafa verið í lengstan tíma samfellt var Litla hryllingsbúðin í þriðja sæti. Tónlistin í Litlu hryllingsbúðinni er í anda sjöunda áratugar 20. aldar. Mörg þekkt lög eru í söngleiknum og þekktustu lögin á Íslandi eru eflaust Þú verður tannlæknir og Gemmér (í þýðingu Megasar). Einnig er vitnað í dægurmenningu sjöunda áratugarins, til dæmis koma fram persónur í söngleiknum sem heita Chiffon, Crystal og Ronnette, en þær heita eftir vinsælum hljómsveitum sjöunda áratugarins. Leikfélag Reykjavíkur var annað atvinnuleikfélagið sem sýndi Litlu hryllingsbúðina. Hún var sýnd á stóra sviði Borgarleikhússins, frumsýnt var 4. júní 1999. Að þessu sinni var það Gísli Rúnar Jónsson sem þýddi og staðfærði verkið, en áfram var notast við söngtexta Megasar. Sýningin var 468. verkefni Leikfélags Reykjavíkur. Sýningar urðu samtals 66 og sýningargestir urðu 29.603.[3] Leikstjóri var Kenn Oldfield. Leikarar í sýningunni voru: Valur Freyr Einarsson - Baldur Snær Þórunn Lárusdóttir - Auður Eggert Þorleifsson - Markús Hera Björk Þórhallsdóttir - Ellen Selma Björnsdóttir - Ellý Jóhanna Vigdís Arnardóttir - Ellý (tók við af Selmu Björnsdóttur) Regína Ósk Óskarsdóttir - Ella Stefán Karl Stefánsson - Broddi sadó tannlæknir, og allir aðrir. Hann lék einnig Auði II (röddina) í nokkrum sýningum.[4] Ásbjörn Morthens - Plantan Auður II (Röddin) Ari Matthíasson - Plantan Auður II (Hreyfingar) Hljómsveit sýningarinnar skipuðu: Jón Ólafsson (Hljómborð og tónlistarstjóri), Karl Olgeirsson (Hljómborð), Jón Elvar Hafsteinsson (Gítar), Friðrik Sturluson (Bassi), Jóhann Hjörleifsson (Trommur, slagverk).

     
Musicians
PortraitLeikfélag Reykjavíkur ,
album by
PortraitMegas voc, *1945 IS
lyrics by
Album Tracks
No Title Artist Composer Duration
1Litla HryllingsbúðinLeikfélag Reykjavíkur2:53
2SkítþróLeikfélag Reykjavíkur4:02
3DadúLeikfélag Reykjavíkur1:10
4Lifnaðu ViðLeikfélag Reykjavíkur2:20
5Það Sem Enginn VeitLeikfélag Reykjavíkur2:09
6Markús Og SonurLeikfélag Reykjavíkur1:51
7Þú Verður TannlæknirLeikfélag Reykjavíkur2:14
8Þar Sem Allt GrærLeikfélag Reykjavíkur3:11
9GemmérLeikfélag Reykjavíkur3:48
10Lokað Vegna BreytingaLeikfélag Reykjavíkur1:22
11Snögglega BaldurLeikfélag Reykjavíkur3:31
12MatarhléLeikfélag Reykjavíkur3:51
13Ritningin Glöggt Frá Því GreinirLeikfélag Reykjavíkur5:31
External Links
Discogs Logo Discogs
ArtistInfo App
ArtistInfo for iOS and ArtistInfo for Mac are presenting musicians, composers and producers that are envolved in the musical work that you are listening to in Apple Music, iTunes, or Spotify. Discover new music via the network among artists. Manage your favorite musicians and albums via iCloud and share recommendations with your friends via email, AirDrop, or Social Media.

App Store Logo     Mac App Store Logo

Acknowledgements
To all the music fans that are contributing on Discogs, MusicBrainz and Wikipedia. Thanks to Franz Flückiger for providing Storygram used to visualize band membership.
ArtistInfo for Mac, iPad, and iPhone
ArtistInfo App
Universal Link: https://music.metason.net/artistinfo?name=Leikf%C3%A9lag%20Reykjav%C3%ADkur&title=Litla%20Hryllingsb%C3%BA%C3%B0in
ArtistInfo Community
Most seen topics within ArtistInfo:

Top 10 Artists    Top 20 Albums
 
What others are currently looking for:

Recent Artists    Recent Albums

ArtistInfo Logo ArtistInfo by Metason © 2015-2020 Metason Logo