ArtistInfo Logo  ArtistInfo

Album Cover
Litróf Og Svavar Knútur
Syngur Af Hjarta Englahjörð

Album IS 2009 on Fella- Og Hólakirkja label
World

Geisladiskurinn „Syngur af hjarta englahjörð“ er afrakstur af starfi listasmiðjunnar Litrófs í Fella- og Hólakirkju sem nú er að hefja sitt þriðja starfsár (1999). Hann er að mestu tekinn upp í Fella- og Hólakirkju. Öll lögin, nema eitt, eru íslensk, frumsamin jólalög, og er tónlistarflutningur og upptaka í höndum íslenskra og erlendra tónlistarmanna sem starfa hér á landi. Gestasöngvari á diskinum er trúbadorinn Svavar Knútur en hann hefur fengið mikið lof fyrir sína einlægu og fallegu tónlist. Listrænn stjórnandi geisladisksins er Hilmar Örn Agnarsson. Hann hefur mikla reynslu af barnakórsstarfi. Mikil þörf er fyrir íslensk lög fyrir barnakóra og sönghópa, bæði á vegum skóla og kirkju, sem og í ýmiss konar félagsstarfi fyrir börn og unglinga. Vonir standa til að þessi geisladiskur með nýjum íslenskum jólalögum, sem höfða sérstaklega til barna og unglinga, verði gott framlag til íslenskrar tónlistarhefðar. Litróf Listasmiðjan Litróf tók til starfa haustið 2007 en hún er hluti af þróunarstarfi kirkjunnar með innflytjendum. Nafnið Litróf vísar til fjölbreytileika mannlífsins. Litróf er listasmiðja fyrir börn frá átta ára aldri, íslensk og af erlendu bergi brotin. Helstu viðfangsefni Litrófs eru tónlist, dans, listræn hreyfing og önnur listsköpun. Markmiðið er að skapa jákvæðan vettvang fyrir börn þar sem þau geta tekið þátt í þroskandi verkefnum í góðu umhverfi undir stjórn fagfólks kirkjunnar. Æfingar eru vikulega í kirkjunni og auk þess er farið út fyrir borgina í æfingabúðir eina eða tvær helgar á vetri. Þess er gætt að sýna börnunum hvatningu og umhyggju. Börnin í Litrófi koma reglulega fram og kynna þannig afrakstur starfsins. Listasmiðjan Litróf laðar fram og byggir upp félagsauð og hæfileika sem börn búa yfir. Það skiptir miklu máli í fjölmenningarlegu samfélagi að mæta hverjum einstaklingi með virðingu. Kirkjan vill með þessu starfi leggja sitt af mörkum til þessa. Ragnhildur Ásgeirsdóttir, djákni Fella- og Hólakirkju, ber ábyrgð á starfi Listasmiðjunnar Litrófs. Auk hennar taka Guðný Einarsdóttir, organisti kirkjunnar, og Heiðrún Guðvarðardóttir þátt í starfinu. Foreldrar leggja listasmiðjunni lið og styðja við starfsemina. Þá hafa fjölmargar stofnanir og félagasamtök stutt listasmiðjuna með fjárframlögum. Ragnhildur Ásgeirsdóttir · 17/11 2009

     
Musicians
PortraitLitróf ,
album by
PortraitSvavar Knútur voc, IS
vocals, album by
Album Tracks
No Title Artist Composer Duration
1Hvít - Rauð JólLitróf Og Svavar Knútur
2Við Jötu HansLitróf Og Svavar Knútur
3AðfángadagskvöldLitróf Og Svavar Knútur
4Hátíð LjóssinsLitróf Og Svavar Knútur
5Í Nótt Er Foldin SkyggðLitróf Og Svavar Knútur
6Ljósið LogarLitróf Og Svavar Knútur
7Gjöf Til ÞínLitróf Og Svavar Knútur
8Til MömmuLitróf Og Svavar Knútur
9Syngur Af Hjarta EnglahjörðLitróf Og Svavar Knútur
10Í BetlehemLitróf Og Svavar Knútur
11Koss Á KinnLitróf Og Svavar Knútur
12Höldum JólLitróf Og Svavar Knútur
13JólastjarnaLitróf Og Svavar Knútur
14Fæðing FrelsaransLitróf Og Svavar Knútur
15Kvöldið KyrrtLitróf Og Svavar Knútur
External Links
Discogs Logo Discogs
ArtistInfo App
ArtistInfo for iOS and ArtistInfo for Mac are presenting musicians, composers and producers that are envolved in the musical work that you are listening to in Apple Music, iTunes, or Spotify. Discover new music via the network among artists. Manage your favorite musicians and albums via iCloud and share recommendations with your friends via email, AirDrop, or Social Media.

App Store Logo     Mac App Store Logo

Acknowledgements
To all the music fans that are contributing on Discogs, MusicBrainz and Wikipedia. Thanks to Franz Flückiger for providing Storygram used to visualize band membership.
ArtistInfo for Mac, iPad, and iPhone
ArtistInfo App
Universal Link: https://music.metason.net/artistinfo?name=Litr%C3%B3f%20Og%20Svavar%20Kn%C3%BAtur&title=Syngur%20Af%20Hjarta%20Englahj%C3%B6r%C3%B0
ArtistInfo Community
Most seen topics within ArtistInfo:

Top 10 Artists    Top 20 Albums
 
What others are currently looking for:

Recent Artists    Recent Albums

ArtistInfo Logo ArtistInfo by Metason © 2015-2020 Metason Logo