Icelandic. Loftur Erlingsson baritón stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ásrúnu Davíðsdóttur og Guðmundi Jónssyni, við The Royal Northern College of Music í Manchester hjá Patrick McGuigan og við The National Opera Studio í London. Loftur hefur notið einkakennslu hjá Sigurði Demetz og sótt námskeið hjá Helenu Caruso, Oren Brown, Costas Pascalis, Eugene Ratti, Sherrill Milnes og Richard Van Allen. Loftur hefur sungið einsöngshlutverk í fjölmörgum kirkjulegum verkum hér heima og erlendis, og meðal óperuhlutverka hans má nefna Schlemil í Ævintýrum Hoffmanns, Marcello í La Bohéme, Kalmann í Tunglskinseyjunni eftir Atla Heimi Sveinsson, sem var frumsýnd í Peking í mars 1997. Í Íslensku óperunni hefur Loftur sungið hlutverk þular í Töfraflautunni, Marullo í Rigoletto, Prins Yamadori í Madama Butterfly, Andann í Galdra-Lofti, Guglielmo í Cosi fan tutte, Belcore í Ástardrykknum, Falke í Leðurblökunni og nú síðast hlutverk þular í Töfraflautunni haustið 2001.
Loftur Guðmundsson IS |
Loftur S. Guðnason |
Loftur S. Loftsson b, voc, bvoc Pop, Folk and World |