p, US
Musician of Classical
Martin Berkofsky (9 April 1943 – 30 December 2013) was an American classical pianist, known primarily for his interpretations of music by Franz Liszt and Alan Hovhaness. He lived in Iceland from 1982 until 1987 ----- Martin Berkofsky kom inn í íslenskt tónlistarlíf eins og hvirfilbylur upp úr 1980 og var þá þegar ljóst að þar fór stór maður í listsköpun sinni. Martin var undrabarn og spilaði fyrst sjö ára gamall með sinfóníuhljómsveit Chicagoborgar, píanókonsert eftir Mozart. Hans stóra áhugamál í lífinu hefur ætíð verið Franz Liszt og hann fann ýmis verk eftir þann snilling sem áður höfðu legið gleymd víðs vegar í Evrópu. Hann varð síðan nokkurs konar sendiherra Bandaríkjanna og spilaði víða á vegum Bandaríkjastjórnar, þar til hann sendi gamla Bush bréf um að hann væri ekki sáttur við árásarstefnu Bandaríkjanna. Þá var hann strikaður út af sendiherralistanum og honum allar leiðir lokaðar. Fljótlega eftir að Martin kom til Íslands, en ást á konu leiddi hann þangað, lenti hann í hrikalegu slysi á mótorhjóli sínu og mölbraut á sér handlegginn, fjórtán brot. Honum var sagt að hann gæti aldrei spilað aftur en þökk sé ótrúlegum baráttuvilja og að hans mati lækningu að handan, tókst honum að komast aftur að sínu hljóðfæri. Þegar veruleg hreyfing komst á að byggja tónlistinni hús á Íslandi um 1983 gerðist hann strax ötull baráttumaður fyrir þeirri hugmynd með þeim eina hætti sem hann kunni, að spila stuðningstónleika. Hann tók þátt í tónleikum í Austurbæjarbíói og hélt sjálfstæða tónleika í Þjóðleikhúsinu fyrir troðfullu húsi, spilaði út um land og hann spilaði í Harvard í Bandaríkjunum málinu til framdráttar. Hann gaf út snældu málinu til stuðnings – þá voru geisladiskarnir ekki komir – sem seldist ótrúlega vel. Martin hélt upp á sextugsafmælið sitt með því að hlaupa 880 mílur í Bandaríkunum og halda tónleika á hverju kvöldi eftir hlaup dagsins. Þannig safnaði hann yfir 10 milljónum króna sem runnu til þeirra sem voru með krabbamein á hverjum stað. Hann hefur spilað mikið í Austurlöndum nær, enda armenskur gyðingur að uppruna, og á Ítalíu síðustu ár allt til stuðnings baráttunni við krabbamein. Sjálfur hefur hann aldrei haft neinn áhuga á peningum. Félagar í Samtökum um tónlistarhús, í samstarfi við Krabbameinsfélag Ísland, eru að fá Martin hingað til lands til að halda styrktartónleika í Hörpu, en til þeirrar byggingar lagði hann mikilsverðan skerf. Hann mun flytja verk Liszts sem enn á erindi við okkur með tónlist sinni, enda þótt liðnar séu þrjár aldir síðan hann fæddist.
Track list and 30sec audio provided by
Title | Artist | Year | Type |
---|---|---|---|
Concerto For 2 Pianos And Orchestra Mihr Ko-Ola-U Vijaj Lousadzak - Concerto For Piano And Strings | Alan Hovhaness / Martin Berkofsky | 2005 | Album |
Armenian Rhapsodies 1, 2, & 3; My Soul is a Bird; Lullaby | Alan Hovhaness / Seattle Symphony Orchestra, Gerard Schwarz, Hinako Fujihara Hovhaness, Martin Berkofsky | 1997 | Album |
Duo Concertante For Two Pianos & Orchestra / Rondo / Polonaise / Les Préludes | Felix Mendelssohn-Bartholdy - Ignaz Moscheles Also Frédéric Chopin / Camille Saint-Saëns / Franz Liszt - Martin Berkofsky & David Hagan, Berliner Symphoniker, Lutz Herbig | 1984 | Album |
The Four Orchestral Suites, S. 1066-1069 (Transcribed For Piano Duet) | Johann Sebastian Bach, Max Reger - Martin Berkofsky, David Hagan | 1981 | Album |
Konzert Für Zwei Klaviere Und Orchester, Fantasie Für Zwei Klaviere, Schwedische Tänze Zu Vier Händen | Max Bruch, Martin Berkofsky Und David Hagan | 1979 | Album |
Max Bruch Concert for Two Pianos And Orchestra | Martin Berkofsky, David Hagan, The Berlin Symphony Orchestra, Lutz Herbig | 1978 | Album |
Concerto For Two Pianos & Orchestra | Max Bruch, Martin Berkofsky, David Hagan, Berliner Symphoniker, Lutz Herbig | 1978 | Album |
Concerto For Two Pianos & Orchestra | Max Bruch, Martin Berkofsky, David Hagan, Berliner Symphoniker, Lutz Herbig | 1978 | Album |
Konzerte Fur 2 Klaviere Und Orchester Op.88a - Sechs Klavierstucke Op.12 - Zwei Klavierstucke Op.14 | Max Bruch, The London Symphony Orchestra, Nathan Twining, Martin Berkofsky, Antal Dorati | 1974 | Album |
Concerto For Two Pianos & Orchestra | Nathan Twining & Martin Berkofsky, The London Symphony Orchestra, Antal Dorati, Max Bruch | 1974 | Album |