1884-1956
Folk, Classical and World
A.k.a. Pétur Árni Jónsson
Pétur Árni Jónsson. Born: 21.12. 1884 - Died: 14.04. 1956 Pétur Á. Jónsson óperusöngvari var fyrstur Íslendinga til að syngja inn á plötur og átti aukinheldur farsælan söngferil í Þýskalandi, aðstæður í heimsmálum urðu til þess að hann fluttist heim mun fyrr en ella hefði orðið. Pétur (Árni) Jónsson fæddist í Reykjavík 1884 og var af söngelsku fólki kominn. Hann þótti snemma liðtækur og efnilegur söngvari og strax á fyrsta skólaári í Lærða skólanum var hann fenginn til að syngja með kór eldri nemenda. Ferill Péturs var hreint ótrúlegur á sínum tíma, hann naut mikillar velgengni og vinsælda í Þýskalandi og var í raun frægur þar í landi á mælikvarða þess tíma. Hann söng öll helstu óperuhlutverkin, m.a. í Aidu, Rigoletto, Il trovatore og Carmen svo nokkur dæmi séu tekin. Hér heima hlaut hann fálkaorðuna og var útnefndur heiðursfélagi Félags íslenskra einsöngvara fyrstur manna. Sem fyrr segir komu út ógrynni platna með Pétri, alls urðu 78 snúninga plöturnar fimmtíu og þrjár (af því að talið er) en söng hans má einnig finna á safnplötunni Gullöld íslenzkra söngvar: The golden age of Icelandic singers, sem Fálkinn gaf út 1962. Þá kom út tvöföld plata á vegum Steinar árið 1989 með söng Péturs, hún hlaut titilinn Pétur Á Jónsson 1884 – 1956: Frumherjinn, hljóðritanir frá 1907 – 1944.