Album IS 1999 on HART TO HART label
Pop, Folk, World and (Vocal)
Rúnar Hartmannsson. Þann 28. júlí síðastliðinn (1999) gaf HART TO HART útgáfan út nýjan sólódisk með Rúnari Hartmannssyni sem ber nafnið „Rúnar Hart - með þér“. Á disknum eru 12 lög og eitt örljóð sem öll eru samin af Rúnari Hart og hann samdi jafnframt flesta textana. Diskurinn var hljóðritaður í hljóðverinu Geimsteinn á tímabilinu frá janúar til mars á þessu ári. Lög og textar hafa fengið góða, bæði í útvarpi sem og frá ánægðum kaupendum og mun Japis sjá dreifingu disksins um land allt. Rúnar kynnti diskinn fyrst á kántrýhátíðinni á Skagaströnd um verslunarmannahelgina og fékk mjög góðar viðtökur. Seldist töluvert magn diska á hátíðinni. Þá hefur diskurinn verið spilaður í útvarpi og hann kynntur á Bylgjunni, í þættinum King Kong. Hermann Gunnarsson á Bylgjuhraðlestinni tók viðtal við Rúnar og flutti Rúnar nokkur lög af disknum í Skrúðgarðinum í Keflavík ásamt hljómsveitinni Sveitó en þess ber að geta að Sveitó lék undir á „Rúnar Hart - með þér“ auk Júlíusar Guðmundssonar.
![]() | Rúnar Hartmannsson voc, music by, vocals, album by |
No | Title | Artist | Composer | Duration |
---|---|---|---|---|
1 | Ást | Rúnar Hartmannsson | ||
2 | Komdu Að Dansa | Rúnar Hartmannsson | ||
3 | Þú | Rúnar Hartmannsson | ||
4 | Afmæli | Rúnar Hartmannsson | ||
5 | Ef Veröld Aðeins Vissi | Rúnar Hartmannsson | ||
6 | Bahá´u´lla | Rúnar Hartmannsson | ||
7 | Hverfult Líf | Rúnar Hartmannsson | ||
8 | Draumadís | Rúnar Hartmannsson | ||
9 | Blómið | Rúnar Hartmannsson | ||
10 | Skammdegisangur | Rúnar Hartmannsson | ||
11 | Lof Sé Guði | Rúnar Hartmannsson | ||
12 | Sumar Sól | Rúnar Hartmannsson | ||
13 | Gamli Stóllinn | Rúnar Hartmannsson | ||
14 | þú Getur | Rúnar Hartmannsson |