Band,
Rock and Pop
Hljómsveitin Roof Tops hafði nokkra sérstöðu í íslensku bítla- og hippasenunni á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, sérstaðan fólst í því að sveitin lagði áherslu á ameríska soultónlist, svokallað tamlatónlist, og innihélt blásara sem ekki var beint móðins í þá tíð. Sveitin spilaði þó ekki soultónlistina eingöngu því smám saman blönduðust aðrar stefnur prógramminu. Roof Roof Tops var stofnuð í árslok 1967. Í upphafi voru í sveitinni Ari Jónsson söngvari og trommuleikari, Guðni Pálsson saxófónleikari, bræðurnir Gunnar gítarleikari og Sveinn orgelleikari Guðjónssynir og Erlingur Garðarsson bassaleikari, allir höfðu þeir félagarnir utan Erlingur, verið í hljómsveitinni Alto. Þannig skipuð fór sveitin af stað og vakti þegar athygli, ekki síst vegna souláhrifanna. Glaumbær varð fyrsti áfangastaður Roof tops vorið 1968 og þeir áttu eftir að leika þar oftsinnis síðan. Fyrstu mannabreytingar í sveitinni urðu á árinu 1968 þegar Jón Pétur bróðir Ara söngvara tók við bassanum af Erlingi en Jón Pétur hafði þá þegar getið sér orðspor sem einn meðlima Dáta. Hann hafði einnig verið áður með þeim félögum í Alto fyrrum svo þarna var hún í raun endurreist, um tíma að minnsta kosti.
Track list and 30sec audio provided by
Title | Artist | Year | Type |
---|---|---|---|
Transparency | Roof Tops | 1974 | Album |
Tequila Samba / Astro Projection | Roof Tops | 1973 | Single |
Lífið er leikur | Roof Tops | 1972 | Single |
Ástin Ein | Roof Tops | 1970 | Single |
Roof Tops | Roof Tops | 1969 | Single |