ArtistInfo Logo  ArtistInfo

Artist Portrait

Sóldögg

Band,
Pop

Hljómsveitarmeðlimir Sóldaggar koma úr ýmsum áttum: Bergsveinn þá helst úr íslenskuút gáfunni af The Commitments hjá fjölbrautaskólanum í Breiðholti en einnig hefur hann sungið með Jökulsveitinni og var í Rappgrúbbu á sínum sokkabands- árum. Baldvin lék meðal annars með hljómsveitinni Synir Raspútíns, Jón Ómar lék einnig í Sonun Raspútíns og hefur hann gert garðinn frægan með Sælgætisgerðinni og fleiri hljómsveitum, Stefán lék meðal annars í Blautum dropum og ýmsum öðrum, Gunnar Þór hefur leikið víða en þar má nefna Spur sem eitt ágætis dæmi. Nafnið Sóldögg skrifast alfarið á Begga en það er víst nafn á einhverri kjötætuplöntu og ekki sakar að handfylli af gullfallegu kvenfólki ber það nafn einnig. Árið 1995, nánar tiltekið í Ágústmánuði kom Sóldögg formlega saman en upphaflegir meðlimir voru: Baddi, Ásgeir Ásgeirsson, Beggi, Stebbi og Georg bassaleikari sem hafði leikið með Jökulsveitinni. Æfðu félagarnir upp prógram og léku á sínu fyrsta giggi saman á Hardrokk kaffi í Reykjavík. Sumarið 1996 gaf Sóldögg sjálf út 5. laga geisladisk með frumsömdum lögum er kallaðist Klám. Gerðu nokkur lög af honum það gott í útvarpi, þá helst Loft sem var töluvert leikið á útvarpsstöðvunum. (Á því tímabili var Eiður Alfreðsson bassaleikari hljómsveitarinnar). Hljómsveitinni hefur gengið illa að haldast á bassaleikur um en eftir mikið streð kom hann Jónsi til liðs við hana. Hélt nú hljómsveitin uppteknum hætti þ.e. að semja nýtt efni og leika víða um land en snemma árs 1997 ákváðu drengirnir að gefa út Breiðskífu fyrir jólin og tókust samningar við Skífuna um það. Sendi Sóldögg frá sér lagið Friður á útvarpsstöðvarnar um vorið. Friður varð töluvert vinsælt lag og einnig lagið sem á eftir því kom sem heitir Leysist upp. Friður var einnig gefið út á Pottþétt 8. frá skífunni og Leysist upp kom einnig á Bandalögum 7. frá Spor. Einnig voru gerðvideo við þessi tvö lög. Eftir að hljómsveitin fékk hljómplötusamning hjá Skífunni sendi hún frá sér diskinn Breyt´um lit fyrir jólin 1997. Sem gerði gríðarlega lukku og fóru mörg lög af honum á vinsældalista útvarpsstöðvanna en hljómsveitin Súrefni gerði Remix við lagið Breyt´um lit. Lagið Tilfinning kom einnig út á Pottþétt 10. Um sumarið 1998 sendi hljómsveitin frá sér tvö frumsamin lög er komu út á safndiskinum, Svona er sumarið sem skífan gaf út. En þau heita Fínt lag sem gerði það gott á vinsældalistum og Yfir allt sem var mest spilaða íslenska lagið á Rás tvö 1998. Þann 5. nóvember 1998 kom út Breiðskífan Sóldögg og urðu lögin Villtur, Lifi áfram og Geng í hringi vinsælust og klifu vinsældalista. Einnig var gert Remix af Lifi áfram. Sóldögg var með á minningardiskinum um Vilhjálm Vilhjálmsson heitinn sem kom út fyrir jólin 1999 og útsetti þar og flutti lagið Bíddu pabbi sem hefur gert það gott og er mest leikna lagið af minningardiskinum sem náði metsölu. Sumarið 1999 sendi hljómsveitin frá sér tvö lög sem komu út á diskinum Svona er sumarið frá Skífunni er nefnast Fæ aldrei frið og Bara þig sem gerðu það gott og var gert myndband við Bara þig. Um sumarið 2000 kom út lagið Hvort sem er á Svona er sumarið en einnig var gert myndband við það lag. Haustið 2000 var Sóldögg beðin um að útsetja gamlan smell við texta Þorsteins Eggerts er kallast Hef ekki augun af þér fyrir kvikmyndina Íslenski draumurinn sem þeir og gerðu og rauk það lag í 5. sæti íslenska listans og stóð þar í 2. vikur. Sóldögg endurútsetti einnig lagið Fisk og Franskar úr myndinni Með allt á hreinu sem er á samnefndum diski. Nýr geisladiskur hljómsveitarinnar er nefnist POPP kom út 1. nóvember 2000. Hann inniheldur 10. ný lög og þar á meðal lögin: Hef ekki augun af þér, Hvort sem er, Hennar leiðir ,Hugsa um þig og ljós en myndbönd hafa verið gerð við 4. síðasttöldu lögin. Lagið Ekki fara sem naut töluverðra vinsælda síðla sumars 2001er að finna á diskinum Popp Frelsi sem er seldur til styrktar SÁÁ.

     
Discography
Title Artist Year Type
SóldöggSóldögg1998Album
KlámSóldöggAlbum
External Links
Discogs Logo Discogs  iTunes Logo iTunes
ArtistInfo App
ArtistInfo for iOS and ArtistInfo for Mac are presenting musicians, composers and producers that are envolved in the musical work that you are listening to in Apple Music, iTunes, or Spotify. Discover new music via the network among artists. Manage your favorite musicians and albums via iCloud and share recommendations with your friends via email, AirDrop, or Social Media.

App Store Logo     Mac App Store Logo

Acknowledgements
To all the music fans that are contributing on Discogs, MusicBrainz and Wikipedia. Thanks to Franz Flückiger for providing Storygram used to visualize band membership.
Other Search Results
Soldogg Rock and Pop Band
Universal Link: https://music.metason.net/artistinfo?name=S%C3%B3ld%C3%B6gg
ArtistInfo Community
Most seen topics within ArtistInfo:

Top 10 Artists    Top 20 Albums
 
What others are currently looking for:

Recent Artists    Recent Albums

ArtistInfo Logo ArtistInfo by Metason © 2015-2020 Metason Logo