Album IS 2007 on Söngkvöldafélagið label
Folk (Folk)
SOUTH River Band leikur sérlega vandaða þjóðlagatónlist sem er að miklu leyti undir austurevrópskum áhrifum. Á plötu þeirra Allar stúlkurnar má bæði finna frumsamin lög auk þjóðlaga úr ýmsum áttum. Lögin eru öll full af lífi og sál og á þar textahöfundurinn Kormákur Bragason stóran hlut að máli. Hlustandinn er dreginn með í ferðalag um lendur ástar og örlaga þar sem staldrað er við einlægar og ljúfsárar minningar. Aðrir textar eru spaugsamar vísur um hegðun landans, kvennafar auk hinna bráðnauðsynlegu drykkjuvísna. Helgi Þór Ingason á einnig mjög góða texta – skemmtilegar frásagnir af ástum og sveitalífi. Það er að sjálfsögðu umfjöllunarefni að Geir H. Haarde forsætisráðherra skuli syngja á plötunni en hann kemur fram í laginu „Ég hlusta á hjartað“ sem er ágætlega þýdd ábreiða af lagi Johnnys Cash „Walk the Line“. Geir kom mér talsvert á óvart því hann er mun lipurri söngvari en ég hafði gert mér í hugarlund. Skemmtileg viðbót það. Því miður get ég ekki kallaði forsætisráðherra vorn gullmola plötunnar því það hlýtur að vera lag Ólafs Þórðarsonar tileinkað Szymon heitnum Kuran sem nefnist einfaldlega „Szymon“. Lagið er einkar fögur smíð – angurvær og blíð. „Szymon“ er virðuleg og viðeigandi kveðja til eftirtektarverðs tónlistarmanns. Meðlimir South River Band eru allir stjörnur þessarar plötu, lagasmíðar þeirra eru afskaplega góðar auk þess sem þeir hafa gott nef fyrir tökulögum. Það er þó hljóðfæraleikur þeirra sem skarar fram úr, hvergi er feilnóta slegin og er flutningurinn fullur af sál, frá fyrsta lagi til hins síðasta. Helga Þórey Jónsdóttir
![]() | South River Band , album by |
![]() | Geir H. Haarde b, *1951 US vocals |
No | ![]() |
Title | Artist | Composer | Duration |
---|---|---|---|---|---|
1 | ![]() | Morgunroðareið | South River Band | ||
2 | ![]() | Hvar Eru öll þín æsku ár | South River Band | ||
3 | ![]() | Fiðrildi á Glugga | South River Band | ||
4 | ![]() | Allar Stúlkurnar | South River Band | ||
5 | ![]() | Ég Hlusta á Hjartað | South River Band | ||
6 | ![]() | Aldingarðurinn | South River Band | ||
7 | ![]() | Hún Vill Meira | South River Band | ||
8 | ![]() | Svo Gerðist það | South River Band | ||
9 | ![]() | Bílprófið | South River Band | ||
10 | ![]() | Aldurhniginn | South River Band | ||
11 | ![]() | Hanablús | South River Band | ||
12 | ![]() | Guð Og Ég | South River Band | ||
13 | ![]() | Í Norðaustan Roki | South River Band | ||
14 | Szymon | South River Band |
30sec audio samples provided by