ArtistInfo Logo  ArtistInfo

Artist Portrait

Spaðar

Band,
World

Icelandic. Spaðar voru stofnaðir í janúar 1983 af nokkrum ungum mönnum sem höfðu verið að leika sér á hljóðfæri hver í sínu horni eða saman í minni hópum. Magnús Haraldsson gítarleikari og Guðmundur Ingólfsson bassaleikari störfuðu saman í dúettnum Lighthomers, og með Guðjóni Grétari Óskarssyni söngvara, Guðmundi "litla jaka" Guðmundssyni gítarleikara og Ragnari Pikkaló trommara í bílskúrshljómsveitinni DC 10. Gunnar Helgi Kristinsson hafði lært á píanó frá unga aldri og spilaði m.a. með hjómsveitinni Trash á árum áður. Guðmundur Andri Thorsson dundaði sér við að semja sögur í anda Guðrúnar frá Lundi og við að þýða blústexta.Guðmundur Guðmundsson spilaði blúsa fyrir sjálfan sig og þá sem vildu heyra en kom ekki nálægt neinu sem tengdist músík eftir 1970.Aðalgeir Arason var eitthvað að glamra á gítar og fékk öðru hvoru lánuð einhver skrítin hjóðfæri hjá Nonna bróður sínum. Guðmundur Ingólfsson bjó svo vel að eiga Sony sound-on-sound segulbandstæki og tók upp ýmis hugverk fyrrgreindra manna, eins eða fleiri í senn. Brátt sáu þessir ungu menn að það var ekkert sniðugt að hver væri að spila í sínu horni þar sem hæfileikar og hugmyndaauðgi allra gætu leitt einhvers ennþá meira og stórkostlegra. Þar með voru Spaðar stofnaðir. Stofnmeðlimir Spaða voru: Aðalgeir Arason - mandólín Guðjón Grétar Óskarsson - trommur Guðmundur Guðmundsson - gítar Guðmundur Ingólfsson (2) - bassi Guðmundur Andri Thorsson - söngur og munnharpa Gunnar Helgi Kristinsson - harmónikka Magnús Haraldsson - gítar og banjó Allir Spaðar. 1983 - 2003 Guðmundur Andri Thorsson - söngur, munnharpa; Magnús Haraldsson - gítar, söngur, rafgítar, básúna; Aðalgeir Arason - mandólín, búsúki, söngur; Gunnar Helgi Kristinsson - harmónikka, píanó, hljómborð; Hjörtur Hjartarson - klarinett, flauta, rafgítar; Guðmundur Pálsson - fiðla; Guðmundur Ingólfsson (2) - bassi, rafgítar, raddir; Sigurður G. Valgeirsson - trommur, ásláttur, raddir; Helgi Guðmundsson - munnharpa; Sveinbjörn I. Baldvinsson - rafgítar; Eiríkur Stephensen - klarinett saxófónn; Páll Sigurðsson - baritónhorn; Kristinn P. Magnússon - söngur; Guðjón Grétar Óskarsson - trommur, raddir; Jóhann Friðbjörn Valdimarsson - raddir; Jón Thoroddsen (2) - söngur, raddir; Ragnar Sigurðsson - túba; Ásgeir Óskarsson - trommur

     

Discography
Title Artist Year Type
StundaglasaglaumurSpaðar2006Album
Úr Segulbandasafninu 1983-2003Spaðar2003Album
Skipt Um PeruSpaðar2002Album
Ær og kýrSpaðar1997Album
External Links
Homepage Logo Home Page  Discogs Logo Discogs  iTunes Logo iTunes
ArtistInfo App
ArtistInfo for iOS and ArtistInfo for Mac are presenting musicians, composers and producers that are envolved in the musical work that you are listening to in Apple Music, iTunes, or Spotify. Discover new music via the network among artists. Manage your favorite musicians and albums via iCloud and share recommendations with your friends via email, AirDrop, or Social Media.

App Store Logo     Mac App Store Logo

Acknowledgements
To all the music fans that are contributing on Discogs, MusicBrainz and Wikipedia. Thanks to Franz Flückiger for providing Storygram used to visualize band membership.
ArtistInfo for Mac, iPad, and iPhone
ArtistInfo App
Universal Link: https://music.metason.net/artistinfo?name=Spa%C3%B0ar
ArtistInfo Community
Most seen topics within ArtistInfo:

Top 10 Artists    Top 20 Albums
 
What others are currently looking for:

Recent Artists    Recent Albums

ArtistInfo Logo ArtistInfo by Metason © 2015-2020 Metason Logo