A.k.a. Friðrik Friðriksson
Sr. Friðriks Friðrikssonar (1868–1961) Séra Friðrik Friðriksson var án efa einn af áhrifamestu einstaklingum 20. aldar á Íslandi. Á langri starfsævi vann hann einstakt frumkvöðlastarf í þágu félags- og íþróttastarfa fyrir íslenska æsku. Árið 1899 stofnaði sr. Friðrik bæði Kristilegt félag ungra manna (KFUM) og Kristilegt félag ungra kvenna (KFUK) og rúmum áratug síðar skátafélagið Væringja. Hann kom einnig að upphafi Vals í Reykjavík og Hauka í Hafnarfirði, en þessi rótgrónu íþróttafélög rekja bæði upphaf sitt til KFUM. Hið sama má segja um Karlakór KFUM sem stofnaður var í október 1912, og sem aldarfjórðungi síðar ól af sér Karlakórinn Fóstbræður. Séra Friðriki hafa verið reistir minnisvarðar, svo sem í Vatnaskógi og einnig var reist af honum stytta í lifanda lífi við Lækjargötu í Reykjavík, gerð af Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara. Séra Friðrik Friðriksson (f. 25. maí 1868 á Hálsi í Svarfaðardal – d. 9. mars 1961 í Reykjavík) var íslenskur prestur sem einkum er minnst fyrir aðild sína að stofnun ýmissa félagasamtaka sem höfðu mikil áhrif á þjóðlífið á Íslandi á 20. öld. Hann kom að stofnun KFUM og KFUK 1899, Knattspyrnufélagsins Vals 1911, Karlakórs KFUM sem síðar varð Karlakórinn Fóstbræður 1911, skátafélagsins Væringja 1913 og Knattspyrnufélagsins Hauka 1931.