A.k.a. Tic Tac
Hljómsveitin Tic Tac (Tikk Takk / Tik Tak) frá Akranesi (Iceland) starfaði að öllum líkindum á árunum 1982 – 86. Hún vakti fyrst á sér athygli á fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT haustið 1982 þótt ekki yrði árangurinn sérstakur þar. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Bjarni Jónsson söngvari og gítarleikari, Jón Bjarki Bentsson bassaleikari, Ólafur Friðriksson gítarleikari, Gunnar Ársælsson trommuleikari og Friðþjófur Árnason hljómborðsleikari, sem kom inn síðastur þeirra í bandið, haustið 1982.