Album IS 2017 on Hljóðbók.is label
Spoken Word (Spoken Word)
Hljóðbókin er um 10 klukkustundir og 20 mínútur í hlustun. Fjölskyldusaga Ásdísar Höllu Bragadóttur er í meira lagi dramtísk. Hér segir frá ungri, einstæðri móður í Höfðaborginni í baráttu við barnaverndarnefnd, bræðrum sem sendir eru í fóstur á Silungapoll og bíða þess aldrei bætur. Við sögu koma líka unglingsstúlka sem smyglar læknadópi inn á Litla Hraun, menn sem hún heldur að séu feður hennar, amma og stjúpafi sem búa í torfkofa uppi á Hellisheiði, berfætt telpa sem stendur ein undir vegg í snjó og myrkri og kona sem verður tvísaga. Vel skrifuð, opinská og einlæg frásögn þar sem Ásdís Halla Bragadóttir segir einstaka sögu móður sinnar – og þeirra mæðgna. Saga þeirra er full af gleði en líka djúpum harmi, vonum og vonbrigðum og sannleika sem aldrei er einhlítur. Tvísaga er bók sem kemur á óvart og lætur engan ósnortinn. Höfundur og Þórunn Hjartardóttir lesa.
Ásdís Halla Bragadóttir , *1968 album by | |
Þórunn Hjartardóttir , performer on track | |
Hljóðbók.is , performer on track |
No | Title | Artist | Composer | Duration |
---|---|---|---|---|
1 | Höfundur | Ásdís Halla Bragadóttir | ||
2 | Les | Ásdís Halla Bragadóttir | ||
3 | Les | Þórunn Hjartardóttir | ||
4 | útgefandi | Hljóðbók.is |